Um Vínskólann
Vilt þú læra allt sem þú þarft að vita um vín á einni kvöldstund?
Í Vínskólanum á Spritz smökkum við 7 mismunandi vín í hágæða kristalsglösum í fallegu umhverfi. Kennari námskeiðsins er vínsérfræðingurinn Kristijan Gačal en hann hefur verið í vínbransanum í 25 ár.

Markmið námskeiðsins er að læra að þekkja það hvað okkur finnst gott varðandi vín og að fræða fólk á líflegan og skemmtilegan hátt um undraverðan heim vínsins.

Námskeiðið er haldið á ensku.
Námskeiðið er haldið alla miðvikudaga klukkan 18:00 í gullfallega veislusalnum Spritz Venue á Rauðarárstíg 27.

Við mælum með að fylgjast með gangi mála á Facebook og Instagram síðu Vínskólans.

ERT ÞÚ MEÐ GJAFABRÉF?

Ef þú ert með gjafabréf þá þarftu bara að velja dagsetningu með því að smella HÉR og segja okkur frá því að þú viljir mæta þennan dag með því að fylla út formið hér að neðan. 
Nauðsynlegt er að mæta með gjafabréfin með á námskeiðið.
Vínskólinn á Spritz fær 11/10. Virkilega skemmtilegt kvöld í notalegu umhverfi með góðu víni.

Gréta Karen

A lot of wine and a lot of fun!

Hrafnkell Ingi

Hópabókanir

Vínskólinn er einnig í boði fyrir hópa og hentar einstaklega vel sem skemmtilegt hópefli fyrir fyrirtæki eða ógleymanlegt kvöld með vinahópnum.

Við tökum á móti hópum sem telja frá 10-24 manns hjá okkur á Spritz og hægt er að bóka alla daga vikunnar nema miðvikudaga og fimmtudaga.

Ef þið eruð færri en 10 þarf samt alltaf að greiða fyrir 10 þátttakendur.

Einkanámskeiðin kosta 12.990kr á mann og eru einnig í boði óáfeng með óáfengu víni í hæsta gæðaflokki.

Innifalið er smakk á 7 mismunandi vínum og glæsilegi salurinn okkar í miðbæ Reykjavíkur, Spritz Venue.

Prógrammið tekur um 2klst.

Einnig bjóðum við upp á að panta veitingar frá Nomy veisluþjónustu, segðu okkur endilega hvað þú vilt bjóða upp á og við sjáum um rest.

Við getum einnig komið til þín!
Vilt þú fá Vínskólann inn í fyrirtæki til þín?

Ekki hika við að hafa samband!

Við hlökkum til að heyra í þér!
Ivan Svanur og Kristijan